Draugavarpið cover art

Draugavarpið

Draugavarpið

Written by: Fjölnir Gísla
Listen for free

About this listen

Draugavarpið er ný hlaðvarpssería í tíu þáttum um sannar íslenskar draugasögur. Draugar, afturgöngur og óútskýranlegir atburðir á okkar frægustu stöðum á Íslandi koma hér við sögu. Hver þáttur er byggður upp með skemmtilegri frásögn og kafar djúpt í sagnfræðilegu hliðina á sögunum og hvaðan þær koma. Þulur, höfundur og hljóðhönnun: Fjölnir Gíslason.© 2025 Fjölnir Gísla True Crime World
Episodes
  • S1E10 Kirkjur - Hið menningarlega minni - LOKAÞÁTTUR
    Nov 15 2021
    Hvað eru reimleikasögur í grunninn? Eru þær aðeins dægrastytting, eða svokallaðar óhappasögur sem hafa ákveðið skemmtanagildi? Eða geta þær verið lykillinn að því að viðhalda minningum staðar og rýmis? Jafnvel haldið uppi sönnum atburðum á móti atferlum sem stuðla að þöggun? Ég vil benda á að sum umfjöllunarefni þáttarins gætu reynst erfið og vakið upp óhug og ónot þar sem talað verður um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum.
    Show More Show Less
    22 mins
  • S1E9 Viðfjarðarundrin
    Nov 8 2021
    Yfirgefin hús á Íslandi, einnig þekkt sem eyðubýli, virðast oft eiga mikla sögu og oftar en ekki hefur trúin á yfirnáttúruleg fyrirbæri gert úr þeim einhverskonar álagabletti. Þó ekki einungis fyrir reimleika af einfaldari gerðinni, vofur og afturgöngur, heldur reimleikum sem virðast af lýsingunni spretta út frá gladraofsóknum. Fyrirbæri sem eru rík og eiga sér djúpar rætur í íslenskri þjóðarsál.
    Show More Show Less
    21 mins
  • S1E8 Herbergi 48
    Nov 1 2021
    Þegar kemur að ferðamannaiðnaði eins og Hótelrekstri telst það oft heppilegt ef reimt er á hótelinu eða í ákveðnum hótelherbergjum, vegna aðskón túrista sem eru í þeirri von að upplifa eitthvað óútskýranlegt. Mörg hótel í heiminum auglýsa sig á þann máta. Þó er eitt íslenskt hótel sem á sér þannig sögu nema reynt var að halda því leyndu og fæstir vildu gista í því herbergi.
    Show More Show Less
    20 mins
No reviews yet