Vörumerki cover art

Vörumerki

Vörumerki

Written by: Margrét Björk Jónsdóttir
Listen for free

About this listen

Ert þú með góða viðskiptahugmynd, langar þig að stofna eigið fyrirtæki eða styrkja þitt persónulega vörumerki?

Margrét Björk Jónsdóttir deilir í rauntíma sinni reynslu af því að byggja upp vörumerki frá grunni, ásamt samtölum við sérfræðinga og frumkvöðla sem hafa byggt eða starfað fyrir sterk, traust vörumerki.

Fylgstu með á bakvið tjöldin og fáðu innsýn í raunverulegt frumkvöðlaferli, fullt af mistökum, óvissu en líka lærdómi, hugmyndum og árangri.

Copyright {2025} All Rights Reserved
Economics Leadership Management & Leadership Marketing Marketing & Sales
Episodes
  • 09 | Baldvina Snælaugsdóttir – Sagan hennar mömmu
    Dec 18 2025

    Í þessum þætti sest ég niður með mömmu minni, Baldvinu Snælaugsdóttur (Baddý). Upphaflega átti þátturinn að snúast um rúmlega 25 ára feril hennar í markaðsmálum, eftirminnilegar herferðir og lífið í bransanum. En úr varð djúpt og persónulegt samtal um það þegar lífið fór á hvolf á einni nóttu, eftir að hún veiktist alvarlega í kjölfar heilaskurðaðgerðar fyrir nokkrum vikum.

    Við ræðum örvæntinguna á spítalanum, bataferlið og hvernig hugsanir og baráttustraumar fólksins hennar skiluðu sér á ögurstundu þegar mest á reyndi. Hún segir einnig frá því hvernig hún hafði fundið þetta á sér og gert ráðstafanir í vinnunni, meðal annars með því að stíga til hliðar og ráða eftirmann sinn sem markaðsstjóra Kringlunnar aðeins nokkrum dögum áður en hún fór í aðgerðina.

    ❤️ Mamma hefur alltaf verið mín fyrirmynd, en aldrei meira en einmitt núna. Þetta er sagan hennar, og sagan okkar beggja.

    Þátturinn markar lok fyrstu seríu Vörumerkisins. Í næstu seríu hefst nýr kafli þar sem þið fáið að fylgjast enn meira með mínu ferli við að byggja upp eigið vörumerki, Avelin Rae. ----

    ✨ Þessi þáttur er í boði 👟 Skór.is & Alfreð: Kynntu þér Hæfnileitina! ♡ Þátturinn er tekinn upp í Tekk stúdíói. 📱 Fylgdu Vörumerki á bakvið tjöldin á Instagram @vorumerki

    Show More Show Less
    1 hr and 11 mins
  • 08 | Heiðbjört Ósk - Þegar erfiðar aðstæður kveikja nýjan neista
    Dec 11 2025

    Viðmælandi þáttarins að þessu sinni er ekki forstjóri stórfyrirtækis eða virtur aðili í markaðsbransanum. Heiðbjört Ósk er kona sem við getum margar tengt við, móðir, snyrtifræðingur, sem eftir 15 ár í sama starfi var farin að finna fyrir leiða og þörf fyrir breytingu.

    Þegar sonur hennar veiktist alvarlega og var frá skóla í tæp tvö ár fór Heiðbjört að kenna honum heima. Það kveikti neista hjá henni sem hún ákvað að fylgja og hún skráði sig í kennaranám. Nú þremur árum síðar hefur lífið tekið algjöra U-beygju. Auk þess að hafa skipt um starfsvettvang gaf Heiðbjört á dögunum út sína fyrstu bók; Mamma, sagan þín, og stofnaði útgáfufélag.

    Í þættinum ræðum við ferlið við bókaútgáfuna og hversu mikið gæfuspor það reyndist henni að viðurkenna að hún þyrfti ekki að gera allt ein. Hún segir frá því hvernig það að fá fleiri með sér í lið gerði ferlið skemmtilegra og mun árangursríkara.

    Önnur umræðuefni þáttarins eru m.a:
    • Mikilvægi þess að láta ekki starfstitla skilgreina sig.
    • Af hverju stefnubreytingar eru aldrei mistök heldur merki um vöxt.
    • Hvernig móðurhlutverkið varð til þess að hún fór að sjá sína eigin móður í nýju ljósi og hvernig bókin hennar er hönnuð sem brú milli kynslóða til að varðveita sögu móðurinnar.
    • Hvernig bókaævintýrið hefur opnað á fleiri tækifæri og aukið sjálfstraust.
    • Tölvupóstar til þjóðþekktra kvenna og hvers vegna svar frá einni þeirra grættu Heiðbjörtu.
    • Fyrstu skrefin fyrir þá sem langar að breyta um stefnu eða prófa nýjan starfsvettvang.

    Þetta er þáttur sem minnir okkur á að stærstu tækifærin leynast oft í óvæntum áskorunum og það er aldrei of seint að fylgja hjartanu og prófa eitthvað nýtt 🤍 📖 Söguspor og bókin „Mamma, sagan þín"

    ✨ Þessi þáttur er í boði 👟 Skór.is & Alfreð: Kynntu þér Hæfnileitina! ♡ Þátturinn er tekinn upp í Tekk stúdíói. 📱 Fylgdu Vörumerki á bakvið tjöldin á Instagram @vorumerki

    Show More Show Less
    1 hr and 6 mins
  • 07 | Aníta Hirlekar - Tískubransinn og valdamiklir viðskiptavinir
    Nov 27 2025

    Aníta Hirlekar, margverðlaunaður íslenskur fatahönnuður, ræðir sinn einstaka feril sem hefur leitt hana að því að hanna fyrir risastór erlend merki og klæða áhrifamesta fólk landsins.

    Við fáum að heyra um það þegar forsetinn okkar, Halla Tómasdóttir, hafði samband við Anítu á 📲Messenger þegar hana langaði í kjól og hvernig það þróaðist í samstarf þeirra á milli.

    Við ræðum tískubransann sem er harður heimur, hönnunarstuld, jafnvægið á milli þess að skapa og reka verslun. Við ræðum einnig um sköpunarferlið, sjálfstraust og ferlið við að finna eigin stíl, auk þess sem Aníta gefur ungum hönnuðum góð ráð.

    💡 Þáttur sérstaklega fyrir þá sem hafa ekki fundið sig í hefðbundnu námi, eða eru að stíga sín fyrstu skref í hönnun, list eða frumkvöðlastarfi. Fyrir alla sem elska tísku og fallega hönnun og vilja fá fágæta innsýn inn í heim íslenskrar fatahönnunar.

    🪡 Aníta Hirlekar ✨ Þessi þáttur er í boði 👟 Skór.is & Alfreð. Kynntu þér Hæfnileitina! ♡ Þátturinn er tekinn upp í Tekk stúdíói. 📱 Fylgdu Vörumerki á bakvið tjöldin á Instagram @vorumerki

    Show More Show Less
    1 hr and 24 mins
No reviews yet